Björgunarmenn að hætta leit í Soginu

Um 110 manns hafa tekið þátt í leitinni í dag.
Um 110 manns hafa tekið þátt í leitinni í dag. mbl.is/Guðmundur Karl

Björgunarmenn sem verið hafa við leit að manni sem féll í Sogið í gærdag eru að hætta leit samkvæmt upplýsingum frá slysavarnafélaginu Landsbjörgu, en hún hefur ekki borið árangur. Um 110 manns frá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar tóku þátt í leitinni í dag.

Á morgun er áformað að leita ákveðin svæði betur með köfurum og bátum en umfang leitarinnar verður mun minna en í undanfarna tvo daga. Einnig verður unnið að skipulagningu leitarstarfa helgarinnar en gert er ráð fyrir mjög umfangsmikilli leit þá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert