Furðuleg vinnubrögð Húsafriðunarnefndar

Vignir Már Þormóðsson talsmaður eigenda hússins númer við Hafnarstræti á …
Vignir Már Þormóðsson talsmaður eigenda hússins númer við Hafnarstræti á Akureyri, Hótels Akureyrar. mbl.is/Skapti
Eftir Skapta Hallgrímsson

skapti@mbl.is

Vignir Þormóðsson, einn eigenda hússins Hafnarstræti 98 á Akureyri, segir þá afar ósátta við vinnubrögð Húsafriðunarnefndar sem ákvað í fyrradag að leggja til við menntamálaráðherra að húsið yrði friðað.

Félag í eigu Vignis og fleiri keypti húsið í fyrra, bærinn tók að sér að rífa húsið og skila þeim Vigni lóðinni í byggingarhæfu ástandi. Teiknað hefur verið nýtt hús á lóðinni sem félagið hugðist hefja byggingu á í vetur.

"Mér þykja vinnubrögð Húsafriðunarnefndar furðuleg; við erum búnir að vinna fyrir opnum tjöldum í á annað ár og átt í góðu samstarfi við Akureyrarbæ en núna – á síðustu metrunum – kemur nefndin fram og vill friða húsið," sagði Vignir við Morgunblaðið.

Vignir segir eigendur hússins hafa andmælarétt og muni nýta sér hann. "Við munum að sjálfsögðu andmæla þessari niðurstöðu nefndarinnar og munum skila inn greinargerð og útskýra okkar mál. Síðan verðum við væntanlega bara að bíða eftir því hvaða afstöðu menntamálaráðherra tekur. En við viljum auðvitað halda okkar striki."

Akureyrarbær átti að rífa húsið í sumar, skv. samningi við eigendurna, að sögn Vignis. Því var frestað til hausts, að beiðni bæjarins svo framkvæmdir stæðu ekki yfir á meðan mestu annir væru í ferðaþjónustu í miðbænum. Niðurrif átti þess vegna að hefjast bráðlega og verktakarnir hugðust hefja uppbyggingu nýs húss von bráðar. En hvað ef ráðherra ákveður að friða húsið? Í hvaða stöðu eru eigendur þess þá?

"Við vitum það ekki og verðum bara að sjá til. Þá kemur upp sú spurning hver eigi að bera tjónið; bæði þann kostnað sem við höfum lagt í vegna verkefnisins og síðan þann hagnað sem við mögulega hefðum út úr verkefninu."

Sjá nánar í Morgublaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert