Leit við Sogið hafin að nýju

Frá leitinni á Soginu í gær
Frá leitinni á Soginu í gær mbl.is/Guðmundur Karl

Leit að manni á sextugsaldri sem féll í Sogið í gær hófst að nýju nú upp úr klukkan sjö í morgun. Leit úr lofti og á vatni var hætt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi en leitað var frá landi til klukkan fjögur í nótt. Vakt var þó við brúna hjá Þrastarlundi í alla nótt.

Rúmlega hundrað manns leituðu mannsins í gær og stent er að því að göngumenn, hundar og kafarar taki þátt í leitinni í dag. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort þyrla taki einnig þátt í leitinni í dag en leitað verður úr svifnökkva og af sjóþotum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert