Sakborningar fluttir til Reykjavíkur

Sakborningurinn fluttur í lögreglubíl á Reykjavíkurflugvelli í dag.
Sakborningurinn fluttur í lögreglubíl á Reykjavíkurflugvelli í dag. mbl.is/Júlíus

Þrír karlmenn, sem handteknir voru á Fáskrúðsfirði í morgun grunaðir um aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli, voru í dag fluttir til Reykjavíkur. Tveir voru fluttir með bílum en sá þriðji var fluttur með áætlunarflugvél Flugvélags Íslands nú síðdegis. Gert er ráð fyrir að lögð verði fram krafa um gæsluvarðhald yfir mönnunum síðar í dag.

Tugir kílóa af ætluðum fíkniefnum hafa fundist í skútu, sem hald var lagt á í Fáskrúðsfjarðarhöfn í morgun. Talið er að um sé að ræða eitt mesta magn af fíkniefnum sem fundist hafi í einu hérlendis.

Málið er umfangsmikið og hafa lögreglulið í ýmsum Evrópulöndum komið að því.

Tveir menn voru handteknir um borð í skútunni og einn á bryggjunni í Fáskrúðsfirði.

Varðskip Landhelgisgæslunnar með skútuna á síðunni.
Varðskip Landhelgisgæslunnar með skútuna á síðunni. mbl.is/Helgi Garðarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert