Sakborningar fluttir til Reykjavíkur

Sakborningurinn fluttur í lögreglubíl á Reykjavíkurflugvelli í dag.
Sakborningurinn fluttur í lögreglubíl á Reykjavíkurflugvelli í dag. mbl.is/Júlíus

Þrír karl­menn, sem hand­tekn­ir voru á Fá­skrúðsfirði í morg­un grunaðir um aðild að stór­felldu fíkni­efna­smygli, voru í dag flutt­ir til Reykja­vík­ur. Tveir voru flutt­ir með bíl­um en sá þriðji var flutt­ur með áætl­un­ar­flug­vél Flug­vélags Íslands nú síðdeg­is. Gert er ráð fyr­ir að lögð verði fram krafa um gæslu­v­arðhald yfir mönn­un­um síðar í dag.

Tug­ir kílóa af ætluðum fíkni­efn­um hafa fund­ist í skútu, sem hald var lagt á í Fá­skrúðsfjarðar­höfn í morg­un. Talið er að um sé að ræða eitt mesta magn af fíkni­efn­um sem fund­ist hafi í einu hér­lend­is.

Málið er um­fangs­mikið og hafa lög­reglulið í ýms­um Evr­ópu­lönd­um komið að því.

Tveir menn voru hand­tekn­ir um borð í skút­unni og einn á bryggj­unni í Fá­skrúðsfirði.

Varðskip Landhelgisgæslunnar með skútuna á síðunni.
Varðskip Land­helg­is­gæsl­unn­ar með skút­una á síðunni. mbl.is/​Helgi Garðars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert