Alfreð Þorsteinsson, fyrrum borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður borgarráðs í borgarstjórnartíð Rlistans, mun ekki stjórna uppbyggingu hátæknisjúkrahússins öllu lengur. Alfreð segir verkefnið hafa gengið afskaplega vel í góðri samvinnu starfsmanna Landspítala og Háskóla Íslands.
Hanna Katrín Friðriksson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, sagði í samtali við Blaðið að byggingarnefnd nýs Landspítala yrði lögð niður frá og með 1. október og lyki störfum hennar þar með. „Verkefni hennar verða færð annað, en það mun ekki þýða neinar tafir á því verki, sem nefndin hafði með höndum," segir Hanna Katrín.
Nánar í Blaðinu í dag