Þrír þeirra handteknu hafa verið leiddir fyrir dómara

Varðskip Landhelgisgæslunnar með skútuna á síðunni.
Varðskip Landhelgisgæslunnar með skútuna á síðunni. mbl.is/Helgi Garðarsson

Þrír þeirra sem handteknir voru vegna fíkniefnamálsins sem upp kom í dag hafa verið leiddir fyrir dómara, einn þeirra hefur þegar verið leiddur burt í járnum, fimm voru alls handteknir hér á landi í dag og þrír erlendis. Ekki liggur neitt fyrir að svo stöddu um gæsluvarðhaldsúrskurð yfir mönnunum.

Að minnsta kosti 50-60 kíló af amfetamíni fundust um borð í skútu, sem lögregla lagði hald á í Fáskrúðsfjarðarhöfn í morgun. Fimm Íslendingar voru handteknir vegna málsins í morgun og í dag hafa tveir verið handteknir í Danmörku og einn í Noregi. Lögregla í Danmörku, Færeyjum, Noregi, Hollandi, og Þýskalandi kom að rannsókn málsins, sem nefnt hefur verið Aðgerð Pólstjarnan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert