Trillan sem strandaði á Hrakhólma dregin á flot

Þriggja tonna trilla sem strandaði á Hrakhólma á Álftanesi á tíunda tímanum í gærkvöldi var dregin á flot í hádeginu í dag, og virðist lítið skemmd. Tveir voru um borð í trillunni er hún strandaði og sakaði þá ekki.

Hjálparsveit skáta í Kópavogi og Björgunarsveitin í Hafnarfirði ferjuðu mennina í land í gærkvöldi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert