Tugir kílóa af fíkniefnum í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn

Skútan við hlið varðskips í Fáskrúðsfirði.
Skútan við hlið varðskips í Fáskrúðsfirði. mbl.is/Helgi Garðarsson

Tug­ir kílóa af ætluðum fíkni­efn­um hafa fund­ist í skútu, sem hald var lagt á í Fá­skrúðsfjarðar­höfn í morg­un. Stefán Ei­ríks­son, lög­reglu­stjóri á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir að lík­lega sé um að ræða mesta magn af fíkni­efn­um sem fund­ist hafi í einu hér­lend­is. Málið er um­fangs­mikið og hafa lög­reglulið í ýms­um Evr­ópu­lönd­um komið að því.

Tveir voru hand­tekn­ir um borð í skút­unni og einn á bryggj­unni og fleiri hand­tök­ur hafa farið fram. Um er að ræða Íslend­inga. Aðgerðir eru enn í gangi. Ekki var upp­lýst hvort þeir, sem hand­tekn­ir voru, hafi áður komið við sögu lög­regl­unn­ar.

Stefán sagði á blaðamanna­fundi lög­regl­unn­ar í dag, að rann­sókn máls­ins hefði staðið yfir í nokk­urn tíma og lög­reglulið í nokkr­um Evr­ópu­lönd­um hefði komið að þeirri rann­sókn vegna tengsla lög­regl­unn­ar hér á landi við Europol.

Tækni­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu er kom­in aust­ur á Fá­skrúðsfjörð og er að vigta efn­in og rann­saka þau. Leit stend­ur enn yfir í skút­unni og við hana. Stefán Ei­ríks­son sagði, að talið væri að um sé að ræða örv­andi fíkni­efni.

Stefán sagði, að marg­ar inn­lend­ar og er­lend­ar stofn­an­ir hefðu komið að rann­sókn máls­ins. Fíkni­efna­deild lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur stýrt rann­sókn­inni með aðstoð og aðkomu alþjóðafull­trúa rík­is­lög­reglu­stjóra og tengsla­full­trúa ís­lensku lög­regl­unn­ar hjá Europol. Í aðgerðunum í morg­un tóku þátt auk lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu og Eskif­irði, sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra­embætt­is­ins, toll­gæsl­an og Land­helg­is­gæsl­an með varðskip og þyrlu. Tug­ir manna hafa sam­tals komið að rann­sókn­inni.

Fram kom hjá Stefáni, að skút­an var keypt í út­lönd­um en áhöfn­in var ís­lensk. Ekki er vitað til að skút­an hafi komið áður til lands­ins. Friðrik Smári Björg­vins­son, yf­ir­maður rann­sókna­deild­ar lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, sagði að þótt rann­sókn­in hafi tekið marga mánuði sé hún enn á frum­stigi og mik­il vinna væri eft­ir, ekki aðeins hér á landi held­ur einnig í öðrum lönd­um.

Skipu­lags­breyt­ing­ar lög­regl­unn­ar að skila sér
Har­ald­ur Johann­es­son sagði, að sú nýbreytni hefði verið tek­in upp um síðustu ára­mót að ís­lenska lög­regl­an sendi full­trúa til starfa hjá Europol. Þessi lög­regluaðgerð ætti þeim full­trúa, Arn­ari Jens­syni, all­nokkuð að þakka. Það hefði einnig komið í ljós, að breyt­ing­ar sem hefðu verið gerðar að und­an­förnu á skipu­lagi lög­reglu­mála hér á landi væru að skila sér. Lög­reglulið ynnu þétt­ar sam­an, skipt­ust á upp­lýs­ingu, mannafla og tækja­búnaði.

Har­ald­ur sagði einnig ljóst, að alþjóðleg lög­reglu­sam­vinna væri orðin með því móti, að ís­lensk lög­regla gæti ekki unnið sína vinnu sóma­sam­lega nema með þátt­töku er­lendra lög­gæslu­stofn­ana.

„Þess­ir tveir þætt­ir hafa spilað þannig sam­an í þessu til­tekna máli, að lög­regl­an hef­ur náð þess­um mikla ár­angri. Við höf­um verið í sam­bandi við Björn Bjarna­son, dóms­málaráðherra, sem hef­ur fylgst með þessu og þetta er því mjög þýðing­ar­mik­ill próf­steinn á það hvernig skipu­lags­breyt­ing­ar í lög­gæslu­mál­um hafa gengið fram," sagði Har­ald­ur.

Frá blaðamannafundi lögreglu vegna fíkniefnafundar í skútu í morgun.
Frá blaðamanna­fundi lög­reglu vegna fíkni­efna­fund­ar í skútu í morg­un. mbl.is/​Júlí­us
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka