Veiðikvóti hrefnuveiðimanna framlengdur

Guðmundur Konráðsson hrefnuveiðimaður á Ísafirði mundar hrefnubyssuna á Halldóri Sigurðssyni …
Guðmundur Konráðsson hrefnuveiðimaður á Ísafirði mundar hrefnubyssuna á Halldóri Sigurðssyni ÍS. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Sjávarútvegsráðuneytið hefur framlengt til 1. nóvember heimild til að veiða 30 dýra hrefnukvóta, sem gefinn var út síðastliðið haust. Að óbreyttu hefði kvótinn átt að falla niður þegar nýtt fiskveiðiár hófst í byrjun september en þá voru 23 hrefnur enn óveiddar af kvótanum.

Reglugerð um framlenginguna var gefin út 14. september. Fram kemur á vef Félags hrefnuveiðimanna, að hrefnubáturinn Halldór Sigurðsson ÍS muni fara út við fyrsta tækifæri og halda þannig áfram atvinnuveiðum Íslendinga á hrefnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert