Amfetamínfíklum fjölgar

Um sjöhundruð manns greinast amfetamínfíklar í meðferð hjá SÁÁ árlega, en voru um 400 fyrir tíu árum, og má reikna með að virkir fíklar hverju sinni séu talsvert fleiri. Samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ er afar erfitt að leggja mat á hve mikil neyslan er en áætla má að það magn sem fannst í Fáskrúðsfjarðarhöfn í gær sé aðeins brot af því sem neytt er hér á landi á ári hverju. Afleiðingarnar má svo sjá á tölum yfir afdrif þeirra sem ánetjast örvandi vímuefnum.

Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að 4% Íslendinga verði fíknir í örvandi vímuefni á aldrinum 20-30 ára. Af þeim amfetamínfíklum sem inn á Vog koma hafa um 60% sprautað sig, um 30% eru komnir með lifrarbólgu C. Samkvæmt tölum þar sem fylgst var með amfetamínfíklum sem lagðir voru inn á Vog árið 1996 þá voru 8% þeirra látnir tíu árum síðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert