Amfetamínfíklum fjölgar

00:00
00:00

Um sjöhundruð manns grein­ast am­feta­mín­fíkl­ar í meðferð hjá SÁÁ ár­lega, en voru um 400 fyr­ir tíu árum, og má reikna með að virk­ir fíkl­ar hverju sinni séu tals­vert fleiri. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá SÁÁ er afar erfitt að leggja mat á hve mik­il neysl­an er en áætla má að það magn sem fannst í Fá­skrúðsfjarðar­höfn í gær sé aðeins brot af því sem neytt er hér á landi á ári hverju. Af­leiðing­arn­ar má svo sjá á töl­um yfir af­drif þeirra sem ánetj­ast örv­andi vímu­efn­um.

Þór­ar­inn Tyrf­ings­son, yf­ir­lækn­ir á Vogi, seg­ir að 4% Íslend­inga verði fíkn­ir í örv­andi vímu­efni á aldr­in­um 20-30 ára. Af þeim am­feta­mín­fíkl­um sem inn á Vog koma hafa um 60% sprautað sig, um 30% eru komn­ir með lifr­ar­bólgu C. Sam­kvæmt töl­um þar sem fylgst var með am­feta­mín­fíkl­um sem lagðir voru inn á Vog árið 1996 þá voru 8% þeirra látn­ir tíu árum síðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert