Fimm handteknir í útlöndum vegna fíkniefnasmygls

Lögreglumenn við amfetamínið, sem gert var upptækt í gærmorgun.
Lögreglumenn við amfetamínið, sem gert var upptækt í gærmorgun. mbl.is/KGA

Tveir voru handteknir í Færeyjum í tengslum við smygl á miklu magni af amfetamíni hingað til lands í gær. Tveir voru handteknir í Danmörku og einn í Noregi. Þetta kom fram á fundi lögreglunnar með fréttamönnum á lögreglustöðinni á Hverfisgötu klukkan tíu í morgun.

Kom fram á fundinum að þeir fimm sem handteknir voru hér á landi í tengslum við fíkniefnainnflutninginn hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fjórir þeirra í fjórar vikur en sá fimmti í eina viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert