Gríðarlegir fjármunir í spilinu

Eft­ir Andra Karl andri@mbl.is

Ekki ligg­ur fyr­ir hvaðan þeir keyptu efn­in en ef miðað er við götu­verð á einu grammi af am­feta­míni á Íslandi, sem er um fimm þúsund krón­ur, þá er um að ræða gríðarlega fjár­muni, hefði efnið farið á göt­una. Ekki er óvar­legt að áætla að hægt sé að fá um og yfir hálf­an millj­arð króna fyr­ir efn­in, en það velt­ur allt á styrk­leika þess og hversu mikið það er drýgt með íblönd­un­ar­efn­um.

Það er því ljóst að marg­ir varpa önd­inni létt­ar yfir því að menn­irn­ir hafi náðst, enda um gríðarlega mikið magn að ræða sem aldrei kemst til ís­lenskra fíkni­efna­neyt­enda.

Enn er rann­sókn máls­ins á frum­stigi og því óvíst hver þátt­ur hvers og eins er, og eins hvort að um sé að ræða burðardýr eða fjár­mögn­un­araðila og skipu­leggj­end­ur.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins er alla vega um að ræða tvo vana sjó­menn, og margt sem bend­ir til þess að þeir hafi verið fengn­ir til þess að flytja efn­in hingað til lands.

E-töflu­dóm­ar þyngst­ir
Þyngsti dóm­ur sem fallið hef­ur í fíkni­efna­máli hér á landi er 10 ára fang­elsi. Sá dóm­ur féll í Hæsta­rétti í maí árið 2002. Refsiramm­inn vegna inn­flutn­ings á fíkni­efn­um var hækkaður úr tíu árum í tólf vorið 2001 en Hæstirétt­ur sá ekki ástæðu til að full­nýta hann, og hef­ur það enn ekki verið gert í ein­stöku máli.

Tryggvi Rún­ar Guðjóns­son var dæmd­ur í 10 ára fang­elsi fyr­ir inn­flutn­ing á 17.000 e-töfl­um, um 200 grömm­um af kókaíni og rúm­lega 8 kg af hassi.

Fyrr sama ár hafði Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmt Aust­ur­rík­is­mann­inn Kurt Fellner til 12 ára fang­elsis­vist­ar en hann var hand­tek­inn með 67.485 e-töfl­ur við kom­una til lands­ins í sept­em­ber árið 2001. Hæstirétt­ur mildaði hins veg­ar dóm­inn niður í níu ára fang­elsi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert