Gríðarlegir fjármunir í spilinu

Eftir Andra Karl andri@mbl.is

Ekki liggur fyrir hvaðan þeir keyptu efnin en ef miðað er við götuverð á einu grammi af amfetamíni á Íslandi, sem er um fimm þúsund krónur, þá er um að ræða gríðarlega fjármuni, hefði efnið farið á götuna. Ekki er óvarlegt að áætla að hægt sé að fá um og yfir hálfan milljarð króna fyrir efnin, en það veltur allt á styrkleika þess og hversu mikið það er drýgt með íblöndunarefnum.

Það er því ljóst að margir varpa öndinni léttar yfir því að mennirnir hafi náðst, enda um gríðarlega mikið magn að ræða sem aldrei kemst til íslenskra fíkniefnaneytenda.

Enn er rannsókn málsins á frumstigi og því óvíst hver þáttur hvers og eins er, og eins hvort að um sé að ræða burðardýr eða fjármögnunaraðila og skipuleggjendur.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er alla vega um að ræða tvo vana sjómenn, og margt sem bendir til þess að þeir hafi verið fengnir til þess að flytja efnin hingað til lands.

E-töfludómar þyngstir
Þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi er 10 ára fangelsi. Sá dómur féll í Hæstarétti í maí árið 2002. Refsiramminn vegna innflutnings á fíkniefnum var hækkaður úr tíu árum í tólf vorið 2001 en Hæstiréttur sá ekki ástæðu til að fullnýta hann, og hefur það enn ekki verið gert í einstöku máli.

Tryggvi Rúnar Guðjónsson var dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir innflutning á 17.000 e-töflum, um 200 grömmum af kókaíni og rúmlega 8 kg af hassi.

Fyrr sama ár hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt Austurríkismanninn Kurt Fellner til 12 ára fangelsisvistar en hann var handtekinn með 67.485 e-töflur við komuna til landsins í september árið 2001. Hæstiréttur mildaði hins vegar dóminn niður í níu ára fangelsi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert