Ísland er fyrir neðan miðju í hópi 31 Evrópuríkis varðandi opinbera þjónustu á netinu, samkvæmt könnun, sem tækni- og ráðgjafarfyrirtækið Capgemini hefur gert fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.
Austurríkismenn eru í 1. sæti og uppfylla alla þá staðla, sem settir eru á þessu sviði.
Capgemini hefur gert rannsóknir af þessu tagi reglulega frá árinu 2001. Er lagt mat á yfir 5000 opinberar stofnanir í 27 Evrópusambandsríki auk Íslands, Noregs, Sviss og Tyrklands.