Íslenskur huldumaður í rússnesku viðskiptalífi

Eftir Agnesi Bragadóttur
Viðamikil umfjöllun verður í sunnudagsblaði Morgunblaðsins þar sem hulunni verður svipt af einskonar huldumanni í rússnesku viðskiptalífi. Hann er ekki svo mikill huldumaður í Rússlandi, en hér heima á Íslandi er hann það, líklega fyrir flestum. Hér ræðir nefnilega um Íslendinginn Ingólf Skúlason, sem búið hefur og starfað í Rússlandi allar götur frá því 1993.

Ingólfur fluttist til Rússlands frá Indlandi fyrir 15 árum síðan og hefur með eigin dugnaði og elju náð hreint ótrúlegum árangri í rússnesku viðskipalífi. Saga Ingólfs í Rússlandi er einskonar Öskubuskuævintýri.

Hann er stofnandi, stór hluthafi og forstjóri fyrirtækisins BV Development í Moskvu, sem er með umsvif um allt Rússland. Hann hefur m.a. fyrrum yfirmann KGB og fyrsta geimgöngumann Rússa í stjórn fyrirtækis síns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert