Karlmaður á sextugsaldri sem féll í Sogið við Bíldsfell í fyrradag fannst látinn nú síðdegis. Vinir hins látna og félagar í Stangveiðifélagi Reykjavíkur munu hafa fundið hinn látna fyrir ofan Álftatanga skammt ofan við þar sem Sogið rennur í Álftavatn.
Maðurinn hét Árni Eyjólfsson til heimilis í Reykjavík. Hann var 53 ára. Árni lætur eftir 3 uppkomin börn og eitt barnabarn.
Maðurinn féll í ána er hann var við veiðar ásamt syni sínum og bróður á miðvikudag. Sonur mannsins féll einnig í ána og var hætt kominn en var bjargað í land. Björgunarsveitir hófu í kjölfarið mikla leit sem bar árangur í dag.
Lögreglan í Árnessýslu segist hafa verið beðin að koma sérstökum þökkum til frá aðstandendum hins láta til hinna fjölmörgu aðila sem að leitinni komu fyrir frábært og óeigingjarnt starf.