Tvö kíló af hörðum efnum fundust í Færeyjum

mbl.is/Júlíus

Lögregla í Færeyjum hefur greint frá því að 2 kg af hörðum fíkniefnum hafi fundist við húsleit í eyjunum í tengslum við stórfellt fíkniefnasmygl til Íslands. Þá kemur fram í fréttatilkynningu lögreglunnar að tveir menn hafi verið handteknir í tengslum við málið og að þeir muni koma fyrir dómara vegna kröfu um gæsluvarðhald yfir þeim síðar í dag.

Vegna rannsóknarhagsmuna mun lögregla í Færeyjum ekki veita nánari upplýsingar um málið að sinni.

Fíkniefni fundust einnig í Kaupmannahöfn í gær þegar tveir menn vor handteknir þar í gær vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins var magnið sem þar fannst undir kílói.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert