E-töfluduftið dugar í 140 þúsund töflur

Fíkniefnin sem fundust í skútunni í Fáskrúðsfjarðarhöfn.
Fíkniefnin sem fundust í skútunni í Fáskrúðsfjarðarhöfn. mbl.is/Júlíus

Af þeim ríf­lega 60 kg af fíkni­efn­um sem fund­ust í skút­unni á Fá­skrúðsfirði á fimmtu­dag voru um 14 kg af dufti sem áætla má að hægt sé að búa til úr um 140 þúsund e-töfl­ur.

Um er að ræða svo­kallað MDMA-duft sem er virka efnið í e-töfl­um. Þótt ekki sé búið að efna­greina duftið benda bráðabirgðarann­sókn­ir lög­reglu til að styrk­leiki efn­is­ins sé mjög mik­ill. Úr einu grammi af hreinu MDMA má fá 10 e-töfl­ur og má því áætla að hægt væri að búa til um 140 þúsund e-töfl­ur úr duft­inu sem fannst á fimmtu­dag­inn. Til að setja þetta magn í sam­hengi má benda á að árið 2001 var Aust­ur­rík­is­maður tek­inn með rúm­lega 67 þúsund e-töfl­ur í far­angri sín­um og er það lang­mesta magn af e-töfl­um sem hald hef­ur verið lagt á hér á landi. Ekki var þá talið að töfl­urn­ar hefðu verið ætlaðar á ís­lensk­an fíkni­efna­markað. Hafa dóm­stól­ar ákveðið þung refsiviður­lög vegna meðferðar á efn­inu og hef­ur það verið rök­stutt með því að það sé álitið eitt hið hættu­leg­asta á fíkni­efna­markaði.

Afar óvenju­legt er að hald sé lagt á MDMA-duftið sjálft en Þór­ar­inn Tyrf­ings­son, yf­ir­lækn­ir SÁÁ, seg­ist kann­ast vel við að dufts­ins sé neytt. Hægt sé að hugsa sér að fíkni­efna­smygl­ar­arn­ir hafi ætlað að búa til töfl­ur úr duft­inu hér á landi.

Hann seg­ir for­varn­ar­gildi lög­regluaðgerðar­inn­ar á fimmtu­dag­inn mikið en ef­ast aft­ur á móti um að áhrif henn­ar verði mik­il til lengri tíma litið. „Verðið hækk­ar aðeins en fíkl­arn­ir fóðra þá fíkn­ina með öðrum hætti þangað til aft­ur kem­ur efni á markaðinn." Hefðu fíkni­efn­in farið í um­ferð tel­ur Þór­ar­inn aft­ur á móti að mik­ill þrýst­ing­ur hefði skap­ast á að koma efn­inu til þeirra sem ekki væru þegar orðnir neyt­end­ur.

Hörð neysla í stærri hóp

„Það sem mér finnst vera að ger­ast er að neysl­an er að verða miklu harðari í miklu stærri hóp," seg­ir Dí­ana. Áður hafi hass verið al­geng­asta vímu­efnið meðal ung­linga en nú séu sterk­ari efn­in að taka við. Auk hass­ins séu am­feta­mín og e-töfl­ur að verða helstu fíkni­efni ung­linga. Aðrir fag­menn sem starfa með ung­ling­um segja þró­un­ina vera þá að neysla ólög­legra fíkni­efna fari tölu­vert vax­andi hjá ákveðnum hóp ung­linga.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert