Einn Íslendingur á leikskóladeild

Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur - ingibjörg@bladid.net

Ræða á setningu reglna um hlutfall erlendra starfsmanna á leikskólum Reykjavíkur, að því er Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður leikskólaráðs, greinir frá. Nú ákveður hver og einn leikskólastjóri hvernig hann raðar starfsfólki niður á deildir. Á leikskóla í borginni eru 3 af 4 starfsmönnum einnar deildarinnar erlendir og er einn þeirra nýkominn til landsins. Erlendu starfsmennirnir eru fagmenntaðir en íslenskukunnátta þeirra er misgóð.

Sigríður Sigurjónsdóttir, dósent í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, segir meginhluta starfsfólks á leikskólum verða að hafa íslensku að móðurmáli. „Þetta er aðalmáltökuskeið barnanna. Þetta er áhyggjuefni ef við viljum halda áfram að tala íslensku og viljum að börnin læri hana," tekur Sigríður fram.

Þorbjörg Helga segir þetta spurningu um hvaða afslátt eigi að gefa. „Þetta hefur verið í höndum leikskólastjóranna og við höfum treyst þeim," segir Þorbjörg.

Nánar í Blaðinu í dag

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka