Kársnesingar taka niður mótmælaborða sína

Mótmælaborði tekinn niður í Kópavogi í dag.
Mótmælaborði tekinn niður í Kópavogi í dag. mbl.is/Kristinn

Íbúasamtökin Betri byggð á Kársnesi eru nú að taka niður mótmælaborða í bænum með samstilltu átaki undir yfirskriftinni „Geymt en ekki gleymt,“og segjast ekki ætla að farga borðunum „svo að unnt verði að hengja þá upp að nýju, ef og þegar þess verður þörf.“

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samtökunum.

„Þó að viss áfangasigur sé í sjónmáli fyrir íbúa, er ljóst að baráttan fyrir íbúavænum skipulagsbreytingum á enn langt í land ... Betri byggð á Kársnesi hafði milligöngu um afhendingu rúmlega 200 borða í sumar og að viðbættum þeim sem einstakir íbúar hafa sjálfir orðið sér úti um er ljóst, að fjöldi þeirra er vel á þriðja hundrað. Þarna er því um umtalsverða fjárfestingu að ræða sem Kársnesingar hafa sjálfir staðið straum af.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert