Einn þeirra sem handtekinn var erlendis úrskurðaður í gæsluvarðhald

Einn sakborninganna leiddur fyrir dómara.
Einn sakborninganna leiddur fyrir dómara. Kristinn Ingvarsson

Rann­sókn­inni á fíkni­efna­mál­inu sem kom upp á Fá­skrúðsfirði fyr­ir helgi miðar vel, seg­ir í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni í dag. yf­ir­heyrsl­ur yfir sak­born­ing­un­um halda áfram. Í Nor­egi var einn aðili hand­tek­inn vegna máls­ins en sá er laus úr haldi. Í Fær­eyj­um voru tveir aðilar hand­tekn­ir vegna máls­ins.

Ann­ar er laus úr haldi en hinn var úr­sk­urðaður í fjög­urra vikna gæslu­v­arðhald. Ákvörðun um beiðni um framsal hef­ur ekki verið tek­in. Í Dan­mörku voru tveir aðilar hand­tekn­ir í tengsl­um við rann­sókn­ina en báðir eru laus­ir úr haldi.

Skút­an sem fíkni­efn­in fund­ust í hef­ur verið flutt suður og ná­kvæmn­is­leit farið fram í henni, en ekki fannst þar meira af fíkni­efn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert