Skútan Syrenka á leið til hafnar

Skútan Syrenka í höfn í Keflavík
Skútan Syrenka í höfn í Keflavík Víkurfréttir/Hilmar Bragi

Pólska skútan, Syrenka, sem hvarf á leið sinni frá Íslandi til Aberdeen í Skotlandi fannst við Orkneyjar. Sjö manna áhöfn er á skútunni og sakaði engan, samkvæmt frétt á vef BBC. Skútan, sem átti að koma til hafnar í gær, kom fjarskiptabúnaði sínum í lag fyrir miðnætti og tókst þá að hafa samband við hafnaryfirvöld. Vél skútunnar hafði bilað og var skútan færð til hafnar á Orkneyjum en björgunarbátur fór með áhöfn skútunnar til hafnar á Orkneyjum.

Landhelgisgæslan á Íslandi, Færeyjum og Hjaltlandseyjum höfðu meðal annars reynt að ná talstöðvarsambandi við skútuna án árangurs, samkvæmt BBC.

Skútan á að hafa farið frá Keflavík á laugardag og lá þá leiðin til Aberdeen. Á vef Víkurfrétta kemur fram að Landhelgisgæslan kom skútunni til bjargar á dögunum með bilaðan seglbúnað en þá var skútan stödd við Reykjanes. Var hún dregin til Keflavíkur af léttabáti af af varðskipinu Tý.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert