Talsverðar skemmdir vegna elds í íþróttahúsinu á Bolungarvík

Slökkviliðsmenn að störfum á þaki íþróttahússins.
Slökkviliðsmenn að störfum á þaki íþróttahússins. mbl.is/Halldór

Tals­verðar skemmd­ir hafa orðið af völd­um elds, reyks og vatns í íþrótta­hús­inu á Bol­ung­ar­vík, en þar kom upp eld­ur á milli klæðninga nú á tólfta tím­an­um. Slökkviliðið hef­ur náð tök­um á eld­in­um og er um það bil að ráða niður­lög­um hans. Elds­upp­tök eru ókunn, en lík­legt talið að þau megi rekja til raf­magns.

Vest­fjarðameist­ara­mót­inu í sundi, sem vera átti í sund­laug­arg­arðinum í Bol­ung­ar­vík í dag, hef­ur verið frestað, en garður­inn er áfast­ur íþrótta­hús­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert