Töskur fjarlægðar úr KLM-vél á Keflavíkurflugvelli

Vél KLM sem lenti á Keflavíkurflugvelli síðdegis
Vél KLM sem lenti á Keflavíkurflugvelli síðdegis Víkurfréttir

Flugvél frá hollenska flugfélaginu KLM sem var á leið frá Amsterdam til Toronto í Kanada lenti óvænt á Keflavíkurflugvelli nú á sjötta tímanum eftir að í ljós kom að tveir íranskir farþegar höfðu ekki skilað sér í vélina þrátt fyrir að ferðatöskur þeirra væru um borð. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins í kvöld.

Öll flugfélög hafa þann hátt á að ef flugfarþegar sem eiga farangur í vélunum skila sér ekki eru töskur þeirra fjarlægðar. Jóhann R. Benediktsson sýslumaður á Suðurnesjum segir að vegna mistaka KLM hafi þetta ekki uppgötvast fyrr en vélin var lögð af stað. Því var ákveðið að lenda í Keflavík til að fjarlægja töskurnar. Að því loknu hélt vélin áleiðis til Toronto.

Samkvæmt upplýsingum frá IGS-flugþjónustu fannst ekkert óeðlilegt í töskunum. Engin hætta er talin vera á ferðum heldur eru þetta aðeins hefðbundnar öryggisráðstafanir, samkvæmt vef RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert