60.000 fyrir vistun hjá dagforeldri

mbl.is/Árni Torfason
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur

elva@mbl.is

Mikil eftirspurn hefur verið eftir plássi hjá dagforeldrum á höfuðborgarsvæðinu í septembermánuði, enda hafa mörg börn ekki komist á leikskóla sökum manneklu. Algengt er að gjald fyrir heilsdagsvistun hjá dagforeldri sé í kringum 70 þúsund krónur, en gjaldskrá dagforeldra er frjáls og brögð eru að því að gjald fyrir vistun sé mun hærra en þetta.

Tveir viðmælendur Morgunblaðsins eru með börn sín hjá dagforeldrum þar sem gjaldskráin er um 85 þúsund krónur á mánuði fyrir heilsdagsvistun. Hluti gjaldsins er niðurgreiddur af sveitarfélögum, en misjafnt er hversu há sú greiðsla er. Í öðru dæminu sem um ræðir greiða foreldrarnir 55.000 krónur á mánuði eftir niðurgreiðslu, en hinir foreldrarnir greiða rúmar 60.000 krónur. Í því tilfelli höfðu foreldrarnir pantað pláss fyrir barn sitt hjá dagmóður með löngum fyrirvara og kom ekki í ljós fyrr en aðlögun var lokið og skrifað var undir samning hversu hátt gjaldið var.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert