Enn er varað við óveðri á Kjalarnesi

Varað er við snörpum vindhviðum á Kjalarnesi.
Varað er við snörpum vindhviðum á Kjalarnesi. mbl.is

Vegagerðin varar enn við óveðri á Kjalarnesi og Strætó bs hefur lagt niður ferðir þar um það sem af er morgunsins. Strætó miðar við vindhviður sem mælast 32 metra á sekúndu eða sterkari og í morgun hafa kviðurnar mælst 36 metrar á sekúndu með 21 metra á sekúndu jafnaðarvind.

Vegagerðin varar jafnframt við hálkublettum eða krapa á vegi nokkuð víða á Vestfjörðum, einkum á heiðum.

Á Norður- og Norðausturlandi er sumstaðar krap eða einhver hálka á heiðum.

Raunar er þæfingur á Möðrudalsöræfum en þar er verið að hreinsa.

Það er hálka og hríðarveður á Fjarðarheiði, hálkublettir eru á Oddsskarði og krap á Öxi.

Vegagerðin telur ástæðu til að vekja athygli á að hálendisleiðir njóta ekki þjónustu utan ferðamannatímans. Einnig eru landverðir víðast hvar farnir til byggða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert