Forseti Íslands verðlaunaður fyrir baráttu gegn loftlagsbreytingum

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Ómar

For­seti Íslands Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son tók í gær, sunnu­dag­inn 23. sept­em­ber, við verðlaun­um fyr­ir for­ystu á alþjóðavett­vangi í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um og fyr­ir að stuðla að nýrri sýn á nýt­ingu hreinn­ar orku víða um heim.

Verðlaun­in eru veitt af Louise T. Blou­in stofn­un­inni sem sett var á lagg­irn­ar fyr­ir fá­ein­um árum og efn­ir ár­lega til leiðtoga­fund­ar í New York sem helgaður er þörf­inni á nýrri for­ystu í alþjóðamál­um – Global Creati­ve Lea­ders­hip Summit. Verðlaun­in voru veitt í hátíðar­kvöld­verði leiðtoga­fund­ar­ins en þau hafa áður hlotið m.a. Bill Cl­int­on fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna og Abdullah II kon­ung­ur Jórdan­íu, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá for­seta­embætt­inu.

Í gær­kvöldi af­hentu Louise T. Blou­in og Elie Wiesel hand­hafi Friðar­verðlauna Nó­bels for­seta Íslands verðlaun­in.

„Leiðtoga­fund­inn í New York sæk­ir fjöldi stjórn­enda alþjóðastofn­ana, for­ystu­menn ým­issa ríkja, vís­inda­menn og sér­fræðing­ar sem og áhrifa­fólk á vett­vangi fjöl­miðla og lista. Á fund­in­um í gær tók for­seti Íslands þátt í hring­borðsum­ræðum um ný viðhorf til lofts­lags­breyt­inga og hvernig unnt er að virkja al­menn­ing og fyr­ir­tæki í þeirri bar­áttu.

Þá var einnig fjallað um bar­átt­una gegn fá­tækt í Afr­íku og tæki­fær­in sem ný tækni skap­ar í þeim efn­um. For­seti Mala­ví var máls­hefj­andi á þeim hluta fund­ar­ins. Auk þess verður á mál­stof­um ráðstefn­unn­ar fjallað um stöðuna í Mið-Aust­ur­lönd­um, áhrif alþjóðavæðing­ar á viðskipti og borg­ar­sam­fé­lag og breyt­ing­ar í skól­um og á mennta­kerfi sem ætlað er að búa nýj­ar kyn­slóðir bet­ur und­ir að tak­ast á við vanda­mál í nýj­um heimi," sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert