Reynir að læra af reynslu annarra

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna MIKE SEGAR
Eftir Davíð Loga Sigurðsson

david@mbl.is

Aukinnkraftur verður í vikunni settur í kosningabaráttu Íslands vegna setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna starfsárin 2009-2010. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra á fundi með á þriðja tug starfsbræðra sinna í New York í þessari viku og ennfremur eru þau Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í New York í því skyni að leggja framboðinu lið.

Kristín A. Árnadóttir stýrir kosningabaráttu Íslands en hún hefur verið í New York frá því snemma í síðustu viku. Hún hefur m.a. verið að kynna sér þá keppni sem nú stendur yfir vegna kosninga í allsherjarþinginu 16. október nk. en þá verður kosið milli Kosta Ríka og Dóminíska lýðveldisins annars vegar og Tékklands og Króatíu hins vegar vegna setu í öryggisráðinu, 2008-2009.

Heyrt í öðrum fulltrúum

Kristín sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa átt fundi með fulltrúum allra ríkjanna fjögurra sem nú eru á lokaspretti sinnar kosningabaráttu, "til að heyra í þeim, hvað þeir séu að gera, hvernig þeir hafi hagað sinni kosningabaráttu, hvernig þeir haldi að þetta fari fram á kjördag og hvernig þeir ætli að beita sér á allra síðustu metrunum".

Viðbúið er að ekki fáist niðurstaða strax í fyrstu atkvæðagreiðslu, en til að ná kjöri í öryggisráðið þurfa ríki atkvæði 2/3 aðildarríkja SÞ, en alls eiga 192 þjóðir aðild að SÞ. Segir Kristín að þurfi að kjósa aftur sé eins líklegt að sú atkvæðagreiðsla verði innan við klukkustund eftir þá fyrri. "Það sem mér finnst svolítið spennandi að skoða er hvernig menn haga sér í salnum [allsherjarþingsins]. Hvað gera þeir?"

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert