Samherji lokar vinnslustöð á Hjalteyri

Útgerðarfyr­ir­tækið Sam­herji hef­ur til­kynnt lok­un skreiðar­vinnslu sinn­ar á Hjalteyri en starfs­stöðin er stærsti at­vinnu­veit­and­inn í Arn­ar­nes­hreppi. Að sögn Ax­els Grett­is­son­ar odd­vita kem­ur þetta sér illa fyr­ir Hjalteyri bæði vegna þess að 8 til 10 manns missa vinn­una og húsa­leigu­samn­ingi við hrepp­inn mun að öll­um lík­ind­um verða sagt upp.

Vinnsl­an hef­ur farið fram í hús­næði gömlu síld­ar­vinnsl­unn­ar sem er í eigu hrepps­ins. Axel sagði að ein­hverj­ir hefðu sýnt því áhuga að leigja verk­smiðjurn­ar en ekk­ert væri fast í hendi.

Starfs­fólk­inu hef­ur að sögn verið boðin vinna hjá Sam­herja á Dal­vík í vet­ur og akst­ur þangað en ekk­ert víst um fram­haldið.

Ekki náðist í stjórn­end­ur Sam­herja sem munu sitja fundi er­lend­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert