Skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás

Tveir karlmenn voru í Héraðsdómi Austurlands dæmdir í skilorðsbundið fangelsi, annar í 45 daga og hinn í fjóra mánuði, fyrir að hafa á sjómannadagsdansleik á Höfn í Hornafirði júní ráðist á mann og báðir slegið hann hnefahögg í höfuðið og hent honum í gólfið og veist að honum þar, með þeim afleiðingum að hann hlaut 2 sm. langan skurð vinstra megin á höfði, blæðingu undir húð og mar á allstóru svæði vinstra megin á höfði, húðblæðingu neðan við vinstra auga og húðrispu frá vinstra auga niður á kinnbein.

Mennirnir, sem báðir eru á þrítugsaldri, játuðu brot sitt og samþykktu að greiða fórnarlambinu skaðabætur. Þeir hafa báðir hlotið dóma áður en sá sem vægari dóm hefur ekki gerst sekur um líkamsárás áður. Sá sem hlaut þyngri refsingu braut með árásinni skilorð frá árinu 2005.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert