Alþjóðahúsið sakað um brot á samkeppnislögum

Einar Skúlason framkvæmdastjóri segir túlkaþjónustuna ekki niðurgreidda.
Einar Skúlason framkvæmdastjóri segir túlkaþjónustuna ekki niðurgreidda. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Þýðingastofan Skjal hefur sent Samkeppnisstofnun kvörtun vegna þátttöku Alþjóðahúss í útboði Ríkiskaupa vegna túlka- og þýðingarþjónustu fyrir opinber fyrirtæki og stofnanir. Telja forsvarsmenn Skjals að Alþjóðahús, sem er einkahlutafélag í eigu Reykjavíkurdeildar Rauða krossins, sitji ekki við sama borð og einkarekin fyrirtæki og því sé óeðlilegt að það taki þátt í samkeppnisútboðum sem þessu.

Þýðingarstofan bendir á að Alþjóðahúsið sé einkahlutafélag í eigu Reykjavíkurdeildar Rauða krossins og er með þjónustusamninga við Hafnarfjarðarkaupstað, Kópavogsbæ, Reykjavíkurborg og Seltjarnarneskaupstað. Það nýtur m.a. styrkja frá félagsmálaráðuneytinu, menntamálaráðuneytinu, Hafnarfjarðarbæ og Landsvirkjun. Einnig fær það styrki úr starfsmenntasjóði.

„Með því að bjóða upp á þýðingar og túlkun er Alþjóðahús í beinni samkeppni við fjölmarga þýðendur á markaði og höfum við ástæðu til að ætla að Alþjóðahús niðurgreiði þann hluta þjónustunnar með öðrum hlutum þess, þ.m.t. styrkjum sem fyrirtækið fær frá ríki og borg. Þannig nær fyrirtækið að bjóða upp á þjónustu til einstaklinga og fyrirtækja sem styrkt er með almannafé,“ segir m.a. í kvörtuninni sem Skjal hefur sent Samkeppnisstofnun.

„Þýðingaþjónusta Alþjóðahússins ekki rekin fyrir almannafé"
Einar Skúlason framkvæmdastjóri Alþjóðahússins sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að þýðingaþjónustan hefði verið rekin með hagnaði frá upphafi og að markmið hennar væri að skila tekjum til reksturs Alþjóðahússins og að þeir styrkir sem Alþjóðahúsið fær frá hinu opinbera nemi ekki nema um 25% af rekstrarfénu og að opinbert fé sé ekki notað til að reka túlka- og þýðingarþjónustuna sem hefur aðskilið bókhald.

„Við höfum nýtt túlka- og þýðingaþjónustuna til að skapa tekjur fyrir húsið og hún hefur skilað hagnaði frá upphafi," sagði Einar.

Einar tók einnig sérstaklega fram að Alþjóðahúsið væri einkahlutafélag í eigu sjálfseignarstofnunarinnar Kosmos en ekki Rauða krossins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert