Boranir ganga vel í Þingeyjarsýslum

Matthías Leifsson er einn margra bormanna sem starfa á háhitasvæðunum
Matthías Leifsson er einn margra bormanna sem starfa á háhitasvæðunum mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Boranir ganga vel á háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum að því er fram kemur á vef Orkuveitu Húsavíkur í dag. Það eru fjögur borverk á fjórum mismunandi stöðum í gangi þessa dagana. Samtals starfa um 50 manns við þessar boranir og má því segja að mikið sé um að vera við undirbúning aflvers á Húsavík.

Fulltrúar Alcoa eru nú staddir á Húsavík á einum af mörgum samráðsfundum sem haldnir eru vegna undirbúnings aflvers á Húsavík, samkvæmt vef Orkuveitu Húsavíkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert