Það eru að verða talsvert miklar breytingar á fíkniefnamarkaðnum og þær eru allar í þá átt sem menn hafa verið að sjá erlendis. Þetta segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir meira fara fyrir hörðum efnum en að sama skapi sé hass ekki jafn ríkjandi á markaðnum og áður.
Karl Steinar segir atburðarás undanfarinna daga sýna að lögreglan sé að kljást við menn sem vinna með mjög skipulögðum hætti, og því sé nauðsynlegt að lögregla geri slíkt hið sama. "Þetta kemur allt út á það sama. Við erum að tala um mjög skipulagða starfsemi og eina leið yfirvalda til að sporna við því er að vera með mjög skipulagðar aðgerðir sjálf, og það teljum við okkur hafa gert," segir Karl Steinar.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.