„Engin töfralausn til"

Eft­ir Sunnu Ósk Loga­dótt­ur

sunna@mbl.is

Und­ir­bún­ing­ur að ung­barna­deild­um fyr­ir 0–3 ára börn við leik­skóla í Reykja­vík er vel á veg kom­inn. Er m.a. uppi sú hug­mynd að einn leik­skóli í hverju hverfi borg­ar­inn­ar hafi slíka deild. Verður fram­kvæmda­áætl­un vegna þessa kynnt með fjár­hags­áætl­un borg­ar­inn­ar nú í haust. Verða slík­ar deild­ir val­kost­ur við dag­for­eldra­kerfið en borg­in ætl­ar sér að semja við dag­for­eldra og setja þak á verðskrá þeirra sem í dag er frjáls. Í samn­ingn­um mun að auki fel­ast bætt þjón­usta við dag­for­eldra. Er von­ast til þess að með samn­ing­un­um fjölgi dag­for­eldr­um.

Í bók­un full­trúa Sam­fylk­ing­ar á fundi leik­skólaráðs í síðustu viku kem­ur fram að fjölga þyrfti leik­skóla­pláss­um um 850 ef taka ætti inn á leik­skóla öll börn sem eru orðin eins árs í sept­em­ber ár hvert.

250 börn, 18 mánaða og eldri, bíða nú þegar eft­ir leik­skóla­plássi í borg­inni. 150 stöður á leik­skól­un­um eru enn ómannaðar. Það verður hins veg­ar fátt um svör þegar spurt er hvernig manna eigi nýju ung­barna­deild­irn­ar. "Það er eng­in töfra­lausn til," seg­ir Þor­björg Helga Vig­fús­dótt­ir, formaður leik­skólaráðs.

Sjá nán­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert