„Engin töfralausn til"

Eftir Sunnu Ósk Logadóttur

sunna@mbl.is

Undirbúningur að ungbarnadeildum fyrir 0–3 ára börn við leikskóla í Reykjavík er vel á veg kominn. Er m.a. uppi sú hugmynd að einn leikskóli í hverju hverfi borgarinnar hafi slíka deild. Verður framkvæmdaáætlun vegna þessa kynnt með fjárhagsáætlun borgarinnar nú í haust. Verða slíkar deildir valkostur við dagforeldrakerfið en borgin ætlar sér að semja við dagforeldra og setja þak á verðskrá þeirra sem í dag er frjáls. Í samningnum mun að auki felast bætt þjónusta við dagforeldra. Er vonast til þess að með samningunum fjölgi dagforeldrum.

Í bókun fulltrúa Samfylkingar á fundi leikskólaráðs í síðustu viku kemur fram að fjölga þyrfti leikskólaplássum um 850 ef taka ætti inn á leikskóla öll börn sem eru orðin eins árs í september ár hvert.

250 börn, 18 mánaða og eldri, bíða nú þegar eftir leikskólaplássi í borginni. 150 stöður á leikskólunum eru enn ómannaðar. Það verður hins vegar fátt um svör þegar spurt er hvernig manna eigi nýju ungbarnadeildirnar. "Það er engin töfralausn til," segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður leikskólaráðs.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert