Fékk dónaleg bréf frá tannlæknunum

Jón Gunnarsson
Jón Gunnarsson
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur - ingibjorg@bladid.net

„Það var talað um að Tryggingastofnun myndi setja gjaldskrá tannlækna á vef sinn þannig að hún yrði aðgengileg fyrir neytendur. Þetta fannst tannlæknum höft á atvinnufrelsi sitt. Ég fékk marga tölvupósta frá tannlæknum sem voru vægast sagt dónalegir," segir Jón Gunnarsson,fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar.

Fyrir tveimur árum lögðu Jón og þingmenn ú röllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki fram frumvarp, þar sem lagt var til að tannlæknum yrði skylt að auglýsa gjaldskrá sína árlega og að hún yrði send Tryggingastofnun ríkisins ásamt breytingum.

Mun strangari reglur gilda í nágrannalöndunum en á Íslandi um skyldu tannlækna til að gefa skriflega kostnaðaráætlun. Íslenskum tannlæknum er skylt að hafa gjaldskrá á áberandi stað á biðstofu og gefa skriflega kostnaðaráætlun fari kostnaður yfir 100 þúsund krónur, samkvæmt reglum Samkeppnisstofnunar frá 2004. Í Danmörku er tannlæknum skylt að gefa skriflega kostnaðaráætlun fari kostnaður yfir 2500 danskar krónur. Samsvarandi tala í Noregi er 2000 norskar krónur.

Ekki fara allir tannlæknar á Íslandi eftir framangreindum reglum Samkeppnisstofnunar. Jón segir það ómögulegt fyrir neytendur að flakka á milli biðstofa tannlækna til að kanna gjaldskrá.

Nánar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka