Koma ekki áfram að Einni með öllu

mbl.is/Þorgeir Baldursson

Vinir Akureyrar, sem staðið hafa að hátíðinni Einni með öllu á Akureyri um verslunarmannahelgina undanfarin ár, hafa ákveðið að láta gott heita og halda hátíðina ekki framar breyti bæjaryfirvöld ekki settum viðmiðum varðandi aðgang ungmenna að tjaldstæðunum umrædda helgi. Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar ákvað skömmu fyrir verslunarmannahelgina síðustu að setja þau viðmið að ungmennum á aldrinum 18-23 ára yrði ekki hleypt inn á tjaldsvæði bæjarins þá helgi, í því skyni að skapa ró á tjaldsvæðunum á meðan Ein með öllu stæði yfir.

Sjá nánar í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert