Lögreglan stöðvar kattaslag um miðja nótt

Þorkell Þorkelsson

Það er ým­is­legt sem kem­ur til kasta lög­reglu. Í síðustu viku hringdi karl á þrítugs­aldri í lög­reglu um miðja nótt og óskaði eft­ir skjótri aðstoð. Maður­inn, sem býr í fjöl­býl­is­húsi í Hafnar­f­irði, sagði að tveir kett­ir hefðu hreiðrað um sig í rúmi hans og létu mjög ófriðlega.

Sam­stund­is var brugðist við þess­um tíðind­um og lög­reglu­menn voru fljót­ir á vett­vang. Þegar að var komið hafði hús­ráðandi hrökklast út á sval­ir en kett­irn­ir voru enn inn­an­dyra. Útidyra­h­urðin var auðvitað harðlæst og því snöruðust lög­reglu­menn­irn­ir upp á sval­ir og fóru þaðan inn í íbúðina. Í svefn­her­berg­inu mættu þeir kött­un­um sem voru nú komn­ir und­ir rúmið. Dýr­in báru lita virðingu fyr­ir lag­anna vörðum og hvæstu sem mest þau máttu. Kett­irn­ir urðu þó fljótt að játa sig sigraða enda voru þeir of­urliði born­ir af lög­reglu­mönn­um sem voru auk þess vopnaðir kúst­sköft­um. Kett­irn­ir voru hrakt­ir út í nátt­myrkrið og hef­ur ekk­ert spurst til þeirra síðan.

Hús­ráðandi var að von­um glaður þegar kett­irn­ir voru á bak og burt og ekki er annað vitað en að hann hafi sofið vel það sem eft­ir lifði næt­ur, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert