Ölvaður ökumaður hringdi í lögreglu til að láta vita af sér

Ökumaður sem fór af vettvangi á mikið löskuðum bíl eftir árekstur á Akranesi í gærmorgun hringdi skömmu síðar í lögregluna til að láta vita að hann væri kominn heim. Þegar að var gáð reyndist hann vel við skál, og var færður á lögreglustöð til skýrslu- og blóðsýnistöku. Báðir bílarnir voru illa farnir eftir áreksturinn.

Áreksturinn varð á mótum Faxabrautar Akursbrautar á níunda tímanum í gærmorgun, að því er fram kemur á Lögregluvefnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert