Verkefninu Mannauður hleypt af stokkunum

Verkefnið Mannauður var kynnt í Háskólanum í Reykjavík í morgun. Verkefnið byggir á svipaðri aðferðafræði og Auður í krafti kvenna gerði, en nú er sjónum beint að samspili vinnu og fjölskyldulífs og þeim miklu breytingum sem eru að verða á íslenskum vinnumarkaði.

Meðal verkefna á vegum Mannauðs eru alþjóðlegar ráðstefnur og háskóli fjölskyldunnar, þar sem börn og fullorðnir fræðast saman.

Ráðstefnan Baráttan um besta fólkið hefst svo á Nordica hóteli í dag klukkan 13:00, en hún er fyrsti viðburðurinn á dagskrá Mannauðs. Þar munu tveir erlendir sérfræðingar, dr. Dominique Turcq og Sir John Whitmore, veita íslenskum stjórnendum innsýn í þær breytingar sem eru að verða á alþjóðlegum vinnumarkaði og hlutverki stjórnenda.

Mannauður er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík, Landsbankans, Deloitte, Morgunblaðsins og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Landsbankinn er meginstyrktaraðili verkefnisins, samkvæmt tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka