Verkefninu Mannauður hleypt af stokkunum

Verk­efnið Mannauður var kynnt í Há­skól­an­um í Reykja­vík í morg­un. Verk­efnið bygg­ir á svipaðri aðferðafræði og Auður í krafti kvenna gerði, en nú er sjón­um beint að sam­spili vinnu og fjöl­skyldu­lífs og þeim miklu breyt­ing­um sem eru að verða á ís­lensk­um vinnu­markaði.

Meðal verk­efna á veg­um Mannauðs eru alþjóðleg­ar ráðstefn­ur og há­skóli fjöl­skyld­unn­ar, þar sem börn og full­orðnir fræðast sam­an.

Ráðstefn­an Bar­átt­an um besta fólkið hefst svo á Nordica hót­eli í dag klukk­an 13:00, en hún er fyrsti viðburður­inn á dag­skrá Mannauðs. Þar munu tveir er­lend­ir sér­fræðing­ar, dr. Dom­in­ique Turcq og Sir John Whit­more, veita ís­lensk­um stjórn­end­um inn­sýn í þær breyt­ing­ar sem eru að verða á alþjóðleg­um vinnu­markaði og hlut­verki stjórn­enda.

Mannauður er sam­starfs­verk­efni Há­skól­ans í Reykja­vík, Lands­bank­ans, Deloitte, Morg­un­blaðsins og Ný­sköp­un­ar­sjóðs at­vinnu­lífs­ins. Lands­bank­inn er meg­in­styrkt­araðili verk­efn­is­ins, sam­kvæmt til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert