Vill heilbrigðisþjónustu til sveitarfélaga

Eft­ir Þórð Snæ Júlí­us­son - thor­d­ur@bla­did.net

„Ég held að til lengri tíma sé betra ef sveita­fé­lög­in taka að minnsta kosti við hluta af heil­brigðisþjón­ust­unni og að það verði gert með sama hætti og gert var með grunn­skól­ana. Að mála­flokk­ur­inn sé flutt­ur yfir og ein­hverj­ir tekju­stofn­ar með," seg­ir Hjalti Þór Vign­is­son, sveit­ar­stjóri Horna­fjarðar.

Rík­is­end­ur­skoðun skilaði í byrj­un þessa mánaðar niður­stöðum stjórn­sýslu­út­tekt­ar sinn­ar á þjón­ustu­samn­ingi sem er í gildi milli sveit­ar­fé­lags­ins og heil­brigðisráðuneyt­is­ins um heilsu­gæslu og öldrun­arþjón­ustu. Þar kom fram að stofn­un­in teldi ekki endi­lega að samn­ing­ur­inn þjónaði fjár­hags­leg­um hags­mun­um rík­is­ins bet­ur en ef það sæi sjálft um rekst­ur­inn. Veiga­mesta aðfinnsla Rík­is­end­ur­skoðanda sneri að gæðaeft­ir­liti sem hann taldi ábóta­vant.

Hjalti seg­ir þó ráðuneytið einnig bera ákveðnar skyld­ur í þeim efn­um. „Við erum til dæm­is með ann­an samn­ing við fé­lags­málaráðuneytið um mál­efni fatlaðra þar sem þeir leggja fram ákveðið gæðamód­el sem við eig­um að vinna eft­ir. Það væri mjög eðli­legt ef heil­brigðisráðuneytið gerði slíkt hið sama til að mæla gæði þjón­ust­unn­ar alls staðar með sam­bæri­leg­um hætti. Með þessu er ég ekki að bera blak af okk­ur fyr­ir að hafa ekki sett okk­ur gæða og þjón­ustu­mark­mið. En rík­is­end­ur­skoðandi seg­ir bein­lín­is að ráðuneytið hafi ekk­ert skipt sér að þessu."

Nán­ar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert