Maður um fertugt hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til mánudagsins 1. október, en hann er grunaður um innflutning á kókaíni í fljótandi formi, segir í tilkynningu frá lögreglunni í kvöld. Maður á fertugsaldri var sömuleiðis handtekinn í tengslum við rannsókn málsins en sá er laus úr haldi.
Niðurstaða efnagreiningar, sem unnin var af Háskóla Íslands, liggur fyrir. Samkvæmt henni samsvarar efnið í flöskunni, sem kemur við sögu í umræddu máli og í voru 1800 ml af kókaíni í fljótandi formi, um 600 gr af kókaíni.
Mennirnir tveir voru handteknir í Laugarneshverfi í Reykjavík á föstudaginn.