Hraðakstur á Hringbraut

mbl.is/Júlíus

Brot 48 öku­manna voru mynduð á Hring­braut í Hafnar­f­irði í gær. Fylgst var með öku­tækj­um sem var ekið í suðurátt ofan við Flens­borg­ar­skóla en þar er 30 km há­marks­hraði. Á einni klukku­stund, síðdeg­is, fóru 97 öku­tæki þessa akst­urs­leið og því ók tæp­lega helm­ing­ur öku­manna of hratt eða yfir af­skipta­hraða.

Meðal­hraði hinna brot­legu var rúm­lega 43 km/​klst en sá sem hraðast ók var mæld­ur á 53. Þess skal getið að hraði öku­tækj­anna var mæld­ur rétt áður en þeim var ekið yfir gang­braut sem þarna er, að því er seg­ir á lög­reglu­vefn­um.

Brot 70 öku­manna voru mynduð neðarlega á Suður­braut í Hafnar­f­irði í gær. Fylgst var með öku­tækj­um sem var ekið í norðurátt á móts við leik­skól­ann Smára­lund en þar er 50 km há­marks­hraði. Á einni klukku­stund, síðdeg­is, fóru 313 öku­tæki þessa akst­urs­leið og því óku 22% öku­manna of hratt eða yfir af­skipta­hraða.

Meðal­hraði hinna brot­legu var tæp­lega 64 km/​klst en sá sem hraðast ók var mæld­ur á 73.

Þess skal getið að hraði öku­tækj­anna var mæld­ur rétt áður en þeim var ekið yfir gang­braut sem þarna er. Tölu­vert var af börn­um við leik nærri ak­braut­inni þann tíma sem hraðamæl­ing stóð yfir, að því er seg­ir á lög­reglu­vefn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert