Lögreglan á Hvolsvelli mun á næstu vikum herða eftirlit með skotveiðimönnum og kanna með réttindi og feng þeirra sem á vegi lögreglunnar verða.
52 ökumenn voru stöðvaðir vegna umferðarlagabrota í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli síðast liðna viku. Þar af voru 49 stöðvaðir vegna hraðaksturs.
2 ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur um síðast liðna helgi og eru mál þeirra í rannsókn.
6 minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar i vikunni og var í einu þeirra einn fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi með minniháttar meiðsl.
Um síðast liðna helgi voru tveir dansleikir haldnir í héraðinu, annar í Gunnarshólma og hinn í Kanslaranum á Hellu og fóru þeir vel fram að sögn vakthafandi varðstjóra. Eitthvað var þó um unglingadrykkju í kringum annan þeirra.
Lögregla vil hvetja foreldra til að hafa eftirlit með börnum sínum sem hyggjast sækja slíkar skemmtanir sem leyfðar eru börnum 16 ára og eldri, að því er segir í dagbók lögreglunnar á Hvolsvelli.