Dómsálaráðherra, Björn Bjarnason, hefur ákveðið að greiða öllum starfandi lögreglumönnum sértakt tímabundið álag líkt og heimild er til í gildandi kjarasamningi. Fá allir starfandi lögreglumenn greitt mánaðarlega kr. 30.000 í álagsþóknun frá 1. október nk. og út samningstímann sem er til 31. október 2008. Þeir lögreglumenn sem eru í hlutastarfi fá álagsgreiðslu í samræmi við starfshlutfall. Greiðslur þessar byggjast á auknu starfsálagi lögreglumanna vegna brotthvarfs lögreglumanna úr starfi og aukningu verkefna vegna sameiningar lögregluliða um síðastliðin áramót. Þetta kemur fram á vef Landsbands lögreglumanna.
Þar kemur fram að þetta sé niðurstaða viðræðna stjórnar Landsambands lögreglumanna og fjármálaráðuneytisins, með aðkomu dómsmálaráðuneytis, um kjaralega stöðu lögreglumanna.
Segir á vefnum að það sé mat stjórnar LL, að teknu tilliti til allra fyrirliggjandi þátta, að þetta sé ásættanleg niðurstaða og verði vonandi til þess að stöðva þá óheillaþróun sem hefur blasað við undanfarið og verði jafnframt hvatning til lögreglumanna til áframhaldandi góðra verka.