14 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og brot á skilorði

Karl­maður á fer­tugs­aldri var í Hæsta­rétti í dag dæmd­ur í 14 mánaða fang­elsi fyr­ir lík­ams­árás gegn öðrum manni á gaml­árs­kvöld 2005. Í Héraðsdómi Reykja­nes hafði maður­inn verið dæmd­ur í 12 mánaða fang­elsi. Með brot­inu rauf maður­inn skil­orð dóms frá 2003 og í sam­ræmi við heng­ing­ar­lög var 10 mánaða fang­elsi sam­kvæmt þeim dómi tekið upp og dæmt með og var refs­ing hans því ákveðin fang­elsi í 14 mánuði í Hæsta­rétti.

Árás­armaður­inn var ásamt bróður sín­um í heim­sókn hjá for­eldr­um sín­um á gaml­árs­kvöld árið 2005 ásamt sam­býl­is­kon­um sín­um og börn­um. Í heim­sókn var einnig vin­ur bróður árás­ar­manns­ins, en það er sá sem varð fyr­ir árás­inni. Þeir bræður urðu ósátt­ir og fóru að slást. Faðir þeirra reyndi að stilla til friðar og stía þeim í sund­ur. Sá sem varð fyr­ir árás­inni kom hon­um til hjálp­ar en hlaut við það högg á and­lit með þeim af­leiðing­um að tvær fram­tenn­ur brotnuðu og tvær losnuðu. Sauma þurfti neðri vör kær­anda með tólf spor­um.

Sá sem varð fyr­ir lík­ams­árás­inni kærði árás­ar­mann­inn og viður­kenndi árás­armaður­inn það hjá lög­reglu en sagði að það hafi hann gert þar sem hon­um hafi fund­ist kær­andi vera að aðstoða bróður sinn. Fyr­ir dómi drógu þeir þenn­an framb­urð til baka.

Í dómi Hæsta­rétt­ar er vísað til þess að þeir hefðu báðir staðfest fyr­ir dómi að hafa gefið skýrsl­ur hjá lög­reglu þess efn­is að árás­armaður­inn hefði framið það brot sem hann var sakaður um. Ekk­ert væri fram komið sem rýrði sönn­un­ar­gildi játn­ing­ar hans og skýrslu fórn­ar­lambs­ins fyr­ir lög­reglu og var því staðfest niðurstaða héraðsdóms um sak­fell­ingu manns­ins sem var dæmd­ur í mál­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert