Afsakar ekki lögbrot tannlækna

Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur - ingibjorg@bladid.net

Sigurjón Benediktsson, formaður Tannlæknafélags Íslands, kveðst ekki afsaka tannlækna sem ekki fara eftir reglum um að hafa útdrátt úr gjaldskrá á áberandi stað á biðstofu sinni. Könnun Blaðsins í fyrradag leiddi í ljós að útdráttur úr gjaldskrá var á aðeins 2 af 10 biðstofum. Samkvæmt könnun Neytendastofu í fyrra var útdráttur úr gjaldskrá á biðstofum 40 prósenta tannlækna. Forstjóri Neytendastofu, Tryggvi Axelsson, segir koma til að greina að sekta tannlækna vegna brota á reglunum.

„Ég vona bara að öll fangelsi landsins séu nógu stór til að rúma alla þessa tannlækna sem brjóta lög og að fjárhirslur ríkisins séu nógu stórar til að taka við sektunum þeirra. Ég afsaka tannlækna ekki fyrir fimm aura. Það er einfalt mál að fara eftir lögunum," segir Sigurjón.

Spurður hvort hann hafi ekki skilning á því að erfitt sé fyrir neytendur að bera saman verð hjá tannlæknum þegar útdráttur úr verðskrá er ekki á biðstofum þeirra segir hann málið erfitt fyrir alla.

„Við megum ekki auglýsa og sjálfur er ég á móti því að heilbrigðisstéttir séu í auglýsingakapphlaupi. Það er ósiðlegt."

Lausnina telur hann vera kynningar tannlækna á heimasíðu Tannlæknafélagsins.

Nánar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert