Aðalfundur Heimdallar fer fram í dag 27. september kl. 18.00 í Valhöll, þar sem ný stjórn félagsins verður kjörin. Erla Ósk Ásgeirsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður Heimdallar á komandi starfsári.
Í tilkynningu kemur fram að hópur nýrra og núverandi stjórnarmanna hefur ákveðið að bjóða sig fram til stjórnarsetu með Erlu Ósk.
Þeir sem ákveðið hafa að gefa kost á sér til setu í stjórn Heimdallar, og styðja formannsframboð Erlu Óskar eru eftirtaldir: Fanney Birna Jónsdóttir, Guðmundur Egill Árnason, Halldór Armand Ásgeirsson, Hlynur Jónsson, Hrefna Lind Ásgeirsdóttir, Jón Felix Sigurðsson, Katrín Thorsteinsson, Kári Finnsson, Laufey Rún Ketilsdóttir, Rúnar Ingi Einarsson og Sævar Guðmundsson, að því er segir í fréttatilkynningu .