Innanlandsflug liggur niðri

Allt innanlandsflug liggur nú niðri vegna veðurhæðar.
Allt innanlandsflug liggur nú niðri vegna veðurhæðar. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Ekkert hefur verið flogið það sem af er degi hjá Flugfélagi Íslands en kanna á með flug klukkan 14:00 í dag. Veðurstofa Íslands gaf út viðvörun um mikið hvassviðri og ókyrrð í lofti yfir Íslandi. Þórður Björnsson, þjónustustjóri hjá Flugfélagi Íslands, segir að viðvörun Veðurstofunnar gildi til klukkan 14 í dag og þá yrði ástandið metið upp á nýtt. Þess má geta að millilandaflugið hefur ekki raskast í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert