Mislæg gatnamót dagar uppi í kerfinu

Eft­ir Arn­dísi Þór­ar­ins­dótt­ur - arnd­is@bla­did.net

Nú er liðið tæpt ár síðan borg­ar­ráð hafnaði hug­mynd­um um mis­læg gatna­mót Reykja­nes­braut­ar og Bú­staðaveg­ar og enn lít­ur ekki út fyr­ir að nokkuð verði af fram­kvæmd­um, þó svo að gert sé ráð fyr­ir mis­læg­um gatna­mót­um í skipu­lagi og fjár­magn til verk­efn­is­ins sé til. Íbúar borg­ar­inn­ar eru orðnir langþreytt­ir á löng­um set­um í um­ferðar­hnút­um. Íbúa­sam­tök­in Betra Breiðholt hafa skorað á borg­ar­yf­ir­völd að grípa til aðgerða fyrr en síðar.

Haustið 2006 vann Línu­hönn­un tvær til­lög­ur að því hvernig reisa mætti mis­læg gatna­mót. Ann­ars veg­ar var stungið upp á því að vinstri­beygjur­amp­ur af Reykja­nes­braut til norðurs og vest­ur Bú­staðaveg yrði leidd­ur um und­ir­göng und­ir Reykja­nes­braut og hins veg­ar var gert ráð fyr­ir því að hann yrði tek­inn í brú yfir Reykja­nes­braut. Borg­ar­ráð hafnaði báðum út­færsl­um, meðal ann­ars vegna þess að þess­ar hug­mynd­ir krefjast þess að um­ferðarmann­virkið teygi sig inn í Elliðaár­dal­inn, sem er á nátt­úru­m­inja­skrá. Hefðu und­ir­göng und­ir göt­una kraf­ist þess að minni kvísl Elliðaáanna yrði færð, en þess hefði ekki verið þörf ef sá kost­ur hefði verið val­inn að reisa brú.

Björn Ingi Hrafns­son, formaður borg­ar­ráðs, seg­ir málið vera í vinnslu. „Hug­mynd­ir voru kynnt­ar á sín­um tíma í borg­ar­ráði og borg­ar­ráð tók ekki vel í þær. Síðan hef ég ekki heyrt af mál­inu. Það er alla­vega ekki neitt til­búið."

Nán­ar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert