Óvenjumikil úrkoma

220 mm mældust á Ölkelduhálsi sl. sólarhring.
220 mm mældust á Ölkelduhálsi sl. sólarhring. mbl.is/Eyþór

Samkvæmt upplýsingasíðu Veðurstofunnar var úrkoma á Ölkelduhálsi í Henglinum síðasta sólarhringinn 220 mm. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur vekur athygli á því á bloggsíðu sinni að séu þessar tölur réttar er þetta eitt af fimm til átta hæstu gildum sólarhringsúrkomu sem hér hafa mælst nokkru sinni. Metið segir Einar er frá Kvískerjum, en 10. janúar 2002 mældust þar 293,3 mm.

Haraldur Eiríksson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands staðfesti þessar tölur og sagði að þetta væri með því mesta sem sæist hér á landi og mjög óvenjulegt þrátt fyrir að það sé úrkomusamt á þessu svæði.

Bloggsíða Einars

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka