Rússnesk yfivöld buðu Íslendingum varnarsamstarf skömmu eftir að bandaríski herinn yfirgaf Keflavík í fyrra. Þetta er haft eftir Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra í textavarpi norska sjónvarpsins NRK. Þar kemur einnig fram að íslensk yfirvöld hafi ekki svarað boðinu þar sem ekki er ljóst hvað í því felst.
NRK segir að sem stendur séu það Noregur og Danmörk sem aðstoði Íslendinga í öryggismálum landsins.